Rauði þráðurinn í eldhúsi Friðheima er tómatar í hinum ýmsu myndum. Skyldi engan undra, því þrjár tegundir af tómötum eru ræktaðar í gróðurhúsunum þar sem málsverðurinn er borinn fram innan um tómatplönturnar. Matarupplifun sem á sér fáar hliðstæður. Komdu og njóttu!
Vinsamlegast munið að bóka fyrirfram.
Matseðillinn alla daga kl. 12–16
Aðalréttir
- Hin eina sanna Friðheimatómatsúpa, framreidd á hlaðborði með heimabökuðu brauði, smjöri, sýrðum rjóma, gúrkusalsa og ferskum kryddjurtum
- Má bjóða þér matarmeiri súpu? Grænmetis-, osta-, kjúklinga- eða sjávarréttapinni sem þú bætir út í súpuna
- Eldbökuð tortilla með tómat, basilíku og Mozzarella
- Ferskt Ravioli pasta með heimalagaðri pastasósu og pestói
- Fersk bláskel elduð í okkar einstöku tómatsjávarréttasósu
- Handgerður íslenskur Mozzarella Burrata og Heirloom tómatar með basiliku ólífuolíu
Eftirréttir – eða með kaffinu
- Græntómata- og eplabaka Friðheima með þeyttum rjóma
- Heimalagaður tómatís að hætti Friðheima
- Unaðsleg ostakaka með sultu úr grænum tómötum, límónu og kanil
Hressing
- Friðheima Tómatbjór - þú getur valið á milli þess að fá bjór bruggaðan úr rauðum tómötum eða grænum!
- Tómatsnaps – íslenskur birkisnaps borinn fram í tómat
- Virgin Mary – heimalagaður ferskur tómatdrykkur úr vel þroskuðum tómötum
- Bloody Mary – ef það er einhvern tímann tími til að fá sér Bloody Mary þá er það í gróðurhúsi! Heimalagaður tómatdrykkur með vodka og dropa af Tabasco
- Healthy Mary – okkar nýjasti drykkur úr grænum tómötum, límónu, hunangi og engifer, borinn fram með sódavatni
- Happy Mary – grænu tómatarnir teknir á næsta stig: Einfaldur Hendriks gin, tvöfaldur Healthy Mary og fyllt upp með Bitter Lemon
- Gin og tonic – Hendrik's gin með tónik og gúrku
- Mary Poppins Baby – Gúrku, myntu og lime sorbet. Fyllt upp með sódavatni
- Mary Poppins – Gúrku, myntu og lime sorbet. Fyllt upp með freyðivíni
Kaffidrykkir
- Friðheimar kaffi - Drambuie viskí líkjör, kaffi og tómatsíróp. Toppað með þeyttum rjóma
- Tómata Espresso Tonic - Espresso, tonic og grænn tómatdrykkur (þú getur líka fengið áfengu útgáfuna, en þá bætum við Hendrik´s gini við)
Veitingastaðurinn er opinn kl. 12–16 alla daga ársins. Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!
Svo getur þú litið inn í Litlu tómatbúðina og tekið matarminjagripi með þér heim...