Stefna Friðheima
Áhersla á sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu

Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta
Stefna fyrirtækisins er að framleiðsla og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið og viðhaldi góðum tengslum. Við vinnum eftir gæðakerfinu Vakanum sem og gæðahandbók garðyrkjunnar, þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum gæðakerfisins.
Við vitum að öll fyrirtæki hafa áhrif á umhverfi og samfélag með starfsemi sinni. Okkar fyrirtæki er engin undantekning og því viljum við í Friðheimum bjóða upp á umhverfis- og félagslega ábyrga þjónustu fyrir gesti okkar. Einnig viljum við vera gott fordæmi fyrir starfsfélaga okkar innan ferðaþjónustunnar með því að axla ábyrgð og stuðla að sjálfbærum atvinnurekstri.
Af þessu tilefni hefur Friðheimar skrifað undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu sem Íslenski ferðaklasinn og FESTA (miðstöð um samfélagsábyrgð) bera ábyrgð á. Einnig er Friðheimar með vottun Vakans en það er gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Þau markmið sem við höfum sett okkur má sjá hér að neðan.
Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
- Betrumbæta þjálfunarplan fyrir starfsfólk okkar
- Setjum okkur gildi og vinnum eftir þeim
- Setjum upp viðbragðsáætlun og þjálfum starfsfólk okkar í fyrstu hjálp og viðhöldum þeirri þjálfun á 2ja ára fresti


Virða réttindi starfsfólks
- Betrumbæta árleg starfsmannaviðtöl
- Betrumbæta þjálfunarferli nýrra starfsmanna
- Skoða möguleika á því að taka þátt í kostnaði erlends starfsfólks í ísl. námi
- Vinna með Fairtrade hugsun „sanngjörn viðskipti“ að leiðarljósi í okkar innkaupum og framleiðslu
Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið
- Versla í héraði
- Styrkja fjáraflanir í nærsamfélaginu
- Taka allt það fjármagn sem safnast sem þjórfé árlega og afhenda góðgerðarmálefni sem starfsmenn velja sameiginlega
- Benda gestum okkar á fleiri áhugaverða staði í nágrenninu til að auka líkur á því að fólk stoppi lengur inn á svæðinu
- Halda uppi sögu ylræktar á Íslandi með upplýsingavegg


Ganga vel um og virða náttúruna
- Flokka sorp eins og best verður á kosið
- Nota umhverfisvænar vörur þegar mögulegt er
- Betrumbæta pakkningar og færa okkur í eins umhverfisvænt og möguleiki er á án þess að skerða gæði matvörunnar
- Skoða þátttöku í verkefninu Kolviður en það byggist á að kolefnisjafna fyrirtækið með plöntun trjáa
- Stuðla að pappírslausum viðskiptum eftir fremsta megni