Um Friðheima

Í Friðheimum búa hjónin Knútur Rafn Ármann, búfræðingur frá Hólum, og Helena Hermundardóttir, garðyrkjufræðingur frá Reykjum, ásamt fimm börnum sínum. Þau heita Dóróthea, Karítas, Matthías Jens, Arnaldur og Tómas Ingi – og öll taka þau virkan þátt í búskapnum.

Starfsemin

Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum, þrátt fyrir langan og dimman vetur. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum. Nú geta gestirnir líka tekið með sér heim matarminjagripi úr tómötum og gúrkum. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum. 


Framkvæmdagleðin

Árið 1995 keyptu þau Knútur og Helena Friðheima, ákveðin í að flétta saman þær starfsgreinar sem þau höfðu menntað sig í; hestamennsku og garðyrkju. Þá voru á staðnum tvö gróðurhús og stórt tómt íbúðarhús – en ylrækt hófst í Friðheimum árið 1946. Síðan Knútur og Helena hófust handa við uppbygginguna eru liðin nokkur ár og nú iðar allt af lífi, enda eru þau framtakssamt fólk! Uppbyggingartíma Friðheima frá því að þau hófust handa fram til dagsins í dag má skipta í þrjú tímabil:

Á árunum 1995-2001 byggðu þau 1.174 fermetra gróðurhús og voru í hefðbundinni ræktun, gerðu upp eldri hús og nýttu til ræktunar. Þessi fyrstu ár fóru í að koma sér fyrir og móta stefnuna. 

Á árunum 2002-2006 tóku þau þá ákvörðun að fara í heilsársræktun í tómötum, settu upp lýsingu í eldri hús og byggðu nýtt 1.000 fermetra gróðurhús með fullri lýsingu. Þetta var jafnframt tími mikillar upplýsingaöflunar og endurmenntunar, m.a.  með tíðum heimsóknum til Finnlands og góðu samstarfi við þarlenda ráðunauta, en Finnar eru mjög framarlega á sviði lýsingar í grænmetisræktun.

Árin 2007-2013 var svo komið að uppbyggingu á hestamiðstöð og ferðaþjónustu í Friðheimum. Byggt var hesthús fyrir 20 hross með móttökuaðstöðu og útisýningarsvæði með 120 manna áhorfendastúku. Þá var sett á markað hestasýning  fyrir ferðamenn og fljótlega var einnig farið að bjóða upp á heimsókn í gróðurhúsin. 

Árið 2011 var garðyrkjustöðin stækkuð um 60% og gestastofa byggð upp í gróðurhúsunum.

Veturinn 2012-2013 var unnið að þróun vörulínu og matarminjagripa úr tómötum og gúrkum. 

Árið 2013 var Litla Tomatbúðin byggð við gestastofuna. Þar eru matarminjagripirnir seldir og haustið 2014 var síðan sett í loftið vefverslun þar sem hægt er að kaupa og fá sent góðgætið úr Friðheimum.

FramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðinFramkvæmdagleðin

Vissir þú að í Friðheimum eru um 10.000 plöntur sem þarf að snyrta, vefja og tína af í hverri viku?


Félagsmál

Friðheimabændur taka virkan þátt í félagsmálum 
garðyrkjunnar, landbúnaðarins og ferðaþjónustunnar 
– og eru félagar í: Opnum landbúnaði, Ferðaþjónustu bænda, Sambandi garðyrkjubænda, Sölufélagi garðyrkjumanna, Markaðsstofu Suðurlands, SAF, Horses of Iceland, Vakanum og Ábyrgri ferðaþjónustu 

 


Skilmálar og leyfi

 

Bókunarskilmálar

Sé um afbókun að ræða þarf að senda skriflega tilkynningu eins fljótt og auðið er á netfangið fridheimar@fridheimar.is

Ef hópstjórar eða einstaklingar sjá fram á óhjákvæmilega seinkun er mikilvægt að hafa samband í síma 486 8894 eins fljótt og mögulegt er.

Frekari upplýsingar um bókunarskilmála má finna hér.

 

Vefverslunarskilmálar

Við vörusölu vegna netviðskipta ber viðskiptavinur ábyrgð á sendingarkostnaði. Sjá frekari skilmál hér.

 

Rekstrarleyfi

Leyfi má finna hér

 

 

 

Friðheimar hafa hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar í gegnum árin og erum við mjög stolt af því.

VERÐLAUN:
Menntasproti Samtaka atvinnulífsins 2019, Nýsköpunarverðlaun SAF árið 2017, Landbúnaðarverðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og fyrirmyndabúskap árið 2014, Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda árið 2011, Ræktendur ársins hjá Sölufélagi garðyrkjumanna árið 2010 og Hvatningarverðlaun Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2009.

TILNEFNINGAR:
Fyrirmyndarfyrirtæki í ábyrgri ferðaþjónustu (2018), Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri á vegum Viðksiptablaðsins og Keldunnar (2018), Fjöreggið - lofsvert framtak á matvæla og næringarsviði (2013 og 2017), Embla - Norrænu matvælaverðlaunin (2017), Tomato Inspiration Event - eitt af 100 fremstu tómatræktendum í heiminum í nýsköpun (2017),


Markmið og stefnur Friðheima

Stefna Friðheima með áherslu á sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu

Stefna fyrirtækisins er að framleiðsla og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið og viðhaldi góðum tengslum. Við höfum unnið eftir Vakanum frá 2017, gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Einnig fylgjum við gæðahandbók garðyrkjunnar, þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum gæðakerfisins

Við vitum að öll fyrirtæki hafa áhrif á umhverfi og samfélag með starfsemi sinni. Okkar fyrirtæki er engin undantekning og því viljum við í Friðheimum bjóða upp á umhverfis- og félagslega ábyrga þjónustu fyrir gesti okkar. Einnig viljum við vera gott fordæmi fyrir starfsfélaga okkar innan ferðaþjónustunnar með því að axla ábyrgð og stuðla að sjálfbærum atvinnurekstri

Af þessu tilefni hefur Friðheimar skrifað undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu sem Íslenski ferðaklasinn og FESTA (miðstöð um samfélagsábyrgð) bera ábyrgð á. 

Þau markmið sem við höfum sett okkur má sjá nánar hér

Jafnréttismál Friðheima

Stefna Friðheima í jafnréttismálum er að allt starfsfólk óháð kyni, kynþætti eða öðru því sem getur fallið undir sérkenni einstaklinga. Jafnréttisáætlun Friðheima hefur það yfirmarkmið að tryggja að staða kynjanna á vinnustaðnum sé jöfn. 

Jafnlaunastefna Friðheima kveður á um að gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Friðheimar ásetja sér að allt starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sem telst ómálefnalegur sé til staðar.


Starfsfólk Friðheima

Friðheimar búa að mögnuðu starfsfólki sem kemur víðsvegar að úr heiminum með fjölbreytta þekkingu.

Heilsársstarfsmenn


 

Fjölmiðlaumfjöllun

Nokkrar blaðaúrklippur og myndskeið

Vakinn Certified

clean-safe

SAF Award 2017

Tripadvisor - Certificate of exellence 2019

Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019