Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri – en í raun er ótrúlegt að hér á þessu dimma og kalda landi skuli vera hægt að rækta grænmeti í miðjarðarhafsloftslagi – og það allt árið! Í gestastofunni má líka skoða sýningu um ylrækt á Íslandi. Þá er hægt að taka gómsætar minningar með sér heim, því nú eru til sölu í Friðheimum matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi.
Heimsókn í gróðurhúsin er í boði allan ársins hring en nauðsynlegt er að bóka fyrirfram.
Meira um matarminjagripina.
Veitingastaðurinn
Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi? Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar á veitingastaðnum okkar, þar sem tómatarnir vaxa allt árið um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notanlegu umhverfi innan um tómatplönturnar.
Veitingastaðurinn er opinn 12 - 16 alla daga ársins
Við mælum með að þú bókir fyrirfram í síma 486 8894 eða á netfangið fridheimar@fridheimar.is