Ferðaþjónustan

Við bjóðum upp á einstaka matarupplifun á milli 12 og 16 alla daga þar sem veitingar eru bornar fram í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Einnig bjóðum við upp á gróðurhúsakynningu og hestasýningu fyrir fyrirfram bókaða hópa.
Við mælum með að bóka fyrirfram í síma 486 8894 eða á fridheimar@fridheimar.is.

Gróðurhúsaheimsóknir

Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri – en í raun er ótrúlegt að hér á þessu dimma og kalda landi skuli vera hægt að rækta grænmeti í miðjarðarhafsloftslagi – og það allt árið!  Í gestastofunni má líka skoða sýningu um ylrækt á Íslandi. Þá er hægt að taka gómsætar minningar með sér heim, því nú eru til sölu í Friðheimum matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi.  

Heimsókn í gróðurhúsin er í boði allan ársins hring en nauðsynlegt er að bóka fyrirfram.

Meira um matarminjagripina. 

 

Veitingastaðurinn

Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi? Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar á veitingastaðnum okkar, þar sem tómatarnir vaxa allt árið um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notanlegu umhverfi innan um tómatplönturnar.

Veitingastaðurinn er opinn 12 - 16 alla daga ársins

Við mælum með að þú bókir fyrirfram í síma 486 8894 eða á netfangið fridheimar@fridheimar.is

GróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknirGróðurhúsaheimsóknir

Vissir þú að auk einvalaliðs starfsfólks eru 600 býflugur, innfluttar frá Hollandi, að störfum í Friðheimum daglega? 


Hestasýningar

Á sumrin er hestasýningin „Stefnumót við íslenska hestinn“ í algleymingi. Það er sögu- og gangtegundasýning sem er hvort tveggja fræðandi og skemmtileg og er til á hvorki fleiri né færri en fjórtán tungumálum. Undir sýningunni hljómar hressileg og taktföst íslensk tónlist. Sýningin veitir innsýn í eitt merkasta hestakyn heims, sem hefur verið samofið íslenskri menningu og þjóð í gegnum aldirnar. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið, þar sem heitt er á könnunni, hægt er að spjalla við hesta og menn og taka myndir til minningar um góða upplifun.

Sýninguna „Stefnumót við íslenska hestinn“ er hægt að bóka fyrir hópa að lágmarki 15 manns, og er sýningartímabil frá 1. maí  til 30. september.

Upplýsingar og bókanir fyrir hópa í síma 486 8894 og á netfangið fridheimar@fridheimar.is

HestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningarHestasýningar

Heimsókn í hesthúsið

Íslenski hesturinn er þekktur fyrir fjölbreytni í gangi, litum, styrk, hreysti og góðri lund. Gestum er boðið í hesthúsið og þeim veittur fyrirlestur um íslenska hestinn og einnig er sýning á einum hesti í reið - allar fimm gangtegundirnar. Hestarnir í hesthúsinu taka vel á móti gestum og boðið er upp á kaffi og te.

Heimsókn í hesthúsið er í boði allan ársins hring en nauðsynlegt er að bóka fyrirfram. 

Upplýsingar og bókanir fyrir hópa í síma 486 8894 og á netfangið fridheimar@fridheimar.is

Langar þig að vita meira um íslenska hestinn? Smelltu þá hér

Vissir þú að íslenski hesturinn er hvað þekktastur fyrir að hafa fimm gangtegundir? Fet, brokk, stökk, tölt og skeið. 


Vakinn Certified

clean-safe

SAF Award 2017

Tripadvisor - Certificate of exellence 2019

Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019