• Matar-
    upplifun

    Rauði þráðurinn í eldhúsi Friðheima er tómatar í hinum ýmsu myndum. Skyldi engan undra, því fjórar tegundir af tómötum eru ræktaðar í gróðurhúsunum þar sem málsverðurinn er borinn fram innan um tómatplönturnar. Matarupplifun sem á sér fáar hliðstæður. Komdu og njóttu!

    Veitingastaðurinn er opinn kl. 12–16
    alla daga ársins.

    Vinsamlegast bókið borð fyrirfram

  • Hestasýning

    Hestasýningin „Stefnumót við íslenska hestinn“ er sögu- og gangtegundasýning sem er hvort tveggja fræðandi og skemmtileg og er til á hvorki fleiri né færri en 14 tungumálum. Undir sýningunni hljómar hressileg og taktföst íslensk tónlist. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið, þar sem heitt er á könnunni, hægt er að spjalla við hesta og menn og taka myndir til minningar um góða upplifun.

    Hestasýningar eru í boði frá 1. maí til 30. október fyrir hópa að lágmarki 15 manns. Vinsamlegast bókið fyrir fram í tölvupósti eða í síma 486 8894.

  • Vefverslun

    Velkomin í vefverslunina okkar!

    Hér er úrval af gómsætum sælkeravörum og matarminjagripum úr tómötum og gúrkum úr gróðurhúsinu í Friðheimum. Tómathressir, tómatgrillsósa, gúrkusalsa og tómatsulta eru bara nokkur dæmi, hér bætast stöðugt við nýjar tegundir! Allar eru vörurnar til sölu í Litlu tómatbúðinni í anddyri Friðheima og í vefversluninni hér á síðunni.

    Hér getur þú klárað kaupin og við sendum þér vöruna.

  • Ferða-
    þjónustan

    Gróðurhúsaheimsóknir eru í boði allan ársins hring fyrir bókaða hópa að lágmarki 10 manns. Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri og geta svo sest niður og gætt sér á hinni rómuðu Friðheimatómatsúpu með nýbökuðu brauði innan um plönturnar.
    Í gestastofunni má líka skoða sýningu um ylrækt á Íslandi.

    Vinsamlegast bókið fyrirfram í tölvupósti eða í síma 486 8894.

Innsýn í dagleg störf okkar í Friðheimum

– þar sem engir tveir dagar eru eins!  

 

Veitingastaður

Einstök matarupplifun innan um tómatplönturnar.

Lesa meira

 

Garðyrkja

Í Friðheimum eru ræktaðar fjórar tegundir tómata, ásamt gúrkum.

Lesa meira

 

Ferðaþjónusta

Gróðurhúsaheimsókn, hestasýning og matarupplifun.

Lesa meira

 

Hrossarækt

Friðheimahrossin eru geðgóð, viljug og góðir töltarar. Sjón er sögu ríkari!

Lesa meira

 

Vefverslun

Sælkeravörur í Litlu tómat-
búðinni og vefversluninni.

Lesa meira

Vakinn Certified

clean-safe

SAF Award 2017

Tripadvisor - Certificate of exellence 2019

Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019