Veitingastaðurinn

Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi? Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar á veitingastaðnum okkar, þar sem tómatarnir vaxa allt um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um plönturnar.

Vinsamlegast munið að bóka fyrirfram.

Matarupplifun

Rauði þráðurinn í eldhúsi Friðheima er tómatar í hinum ýmsu myndum. Skyldi engan undra, því þrjár tegundir af tómötum eru ræktaðar í gróðurhúsunum þar sem málsverðurinn er borinn fram innan um tómatplönturnar. Matarupplifun sem á sér fáar hliðstæður. Komdu og njóttu!
Vinsamlegast munið að bóka fyrirfram.

Matseðillinn alla daga kl. 12–16

Aðalréttir
  • Hin eina sanna Friðheimatómatsúpa, framreidd á hlaðborði með heimabökuðu brauði, smjöri, sýrðum rjóma, gúrkusalsa og ferskum kryddjurtum
  • Má bjóða þér matarmeiri súpu? Grænmetis-, osta-, kjúklinga- eða sjávarréttapinni sem þú bætir út í súpuna
  • Eldbökuð tortilla með tómat, basilíku og Mozzarella
  • Ferskt Ravioli pasta með heimalagaðri pastasósu og pestói
  • Fersk bláskel elduð í okkar einstöku tómatsjávarréttasósu
  • Handgerður íslenskur Mozzarella Burrata og Heirloom tómatar með basiliku ólífuolíu
Eftirréttir – eða með kaffinu
  • Græntómata- og eplabaka Friðheima með þeyttum rjóma
  • Heimalagaður tómatís að hætti Friðheima
  • Unaðsleg ostakaka með sultu úr grænum tómötum, límónu og kanil
Hressing
  • Friðheima Tómatbjór - þú getur valið á milli þess að fá bjór bruggaðan úr rauðum tómötum eða grænum!
  • Tómatsnaps – íslenskur birkisnaps borinn fram í tómat
  • Virgin Mary – heimalagaður ferskur tómatdrykkur úr vel þroskuðum tómötum
  • Bloody Mary – ef það er einhvern tímann tími til að fá sér Bloody Mary þá er það í gróðurhúsi! Heimalagaður tómatdrykkur með vodka og dropa af Tabasco
  • Healthy Mary – okkar nýjasti drykkur úr grænum tómötum, límónu, hunangi og engifer, borinn fram með sódavatni
  • Happy Mary – grænu tómatarnir teknir á næsta stig: Einfaldur Hendriks gin, tvöfaldur Healthy Mary og fyllt upp með Bitter Lemon
  • Gin og tonic – Hendrik's gin með tónik og gúrku
  • Mary Poppins Baby – Gúrku, myntu og lime sorbet. Fyllt upp með sódavatni
  • Mary Poppins – Gúrku, myntu og lime sorbet. Fyllt upp með freyðivíni
Kaffidrykkir
  • Friðheimar kaffi - Drambuie viskí líkjör, kaffi og tómatsíróp. Toppað með þeyttum rjóma
  • Tómata Espresso Tonic - Espresso, tonic og grænn tómatdrykkur (þú getur líka fengið áfengu útgáfuna, en þá bætum við Hendrik´s gini við)

Veitingastaðurinn er opinn kl. 12–16 alla daga ársins. Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!

Svo getur þú litið inn í Litlu tómatbúðina og tekið matarminjagripi með þér heim...

Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar!

"Amazing experience – eating right in the greenhouse. The tomatoes based food is superb and the location cannot be beat. The owners explain every detail to you and you enjoy it all the more."

Ummæli ferðalangs á Tripadvisor


Matseðill fyrir hópa

Bóka þarf fyrirfram í síma 486 8894 eða með tölvupósti á netfangið fridheimar@fridheimar.is.

Matseðill alla daga kl 12 - 16
  • Hin eina sanna Friðheimatómatsúpa, framreidd á hlaðborði með heimabökuðu brauði, smjöri, sýrðum rjóma, gúrkusalsa og ferskum kryddjurtum
  • Má bjóða þér matarmeiri súpu? Grænmetis-, osta-, kjúklinga- eða sjávarréttapinni sem þú bætir út í súpuna
  • Eldbökuð tortilla með tómat, basilíku og Mozzarella
  • Ferskt Ravioli pasta með heimalagaðri pastasósu og pestói
  • Fersk bláskel elduð í okkar einstöku tómatsjávarréttasósu
  • 3ja rétta með kjöt eða fisk í aðalrétt
Eftirréttir
  • Græntómata- og eplabaka Friðheima með þeyttum rjóma
  • Heimalagaður tómatís að hætti Friðheima
  • Unaðsleg ostakaka með sultu úr grænum tómötum, límónu og kanil
Brauðsnittur með Friðheima góðgæti
  • Brauðsnittur 5 stk. á mann
  • Brauðsnittur 10 stk. á mann
Hressing
  • Friðheima Tómatbjór - þú getur valið á milli þess að fá bjór bruggaðan úr rauðum tómötum eða grænum!
  • Tómatsnaps – íslenskur birkisnaps borinn fram í tómat
  • Virgin Mary – heimalagaður ferskur tómatdrykkur úr vel þroskuðum tómötum
  • Bloody Mary – ef það er einhvern tímann tími til að fá sér Bloody Mary þá er það í gróðurhúsi! Heimalagaður tómatdrykkur með vodka og dropa af Tabasco
  • Healthy Mary – okkar nýjasti drykkur úr grænum tómötum, límónu, hunangi og engifer, borinn fram með sódavatni
  • Happy Mary – grænu tómatarnir teknir á næsta stig: Einfaldur Hendriks gin, tvöfaldur Healthy Mary og fyllt upp með Bitter Lemon
  • Gin og tonic – Hendrik's gin með tónik og gúrkusneið
Kaffidrykkir
  • Friðheimar kaffi - Drambuie viskí líkjör, kaffi og tómatsíróp. Toppað með þeyttum rjóma
  • Tómata Espresso Tonic - Espresso, tonic og grænn tómatdrykkur (þú getur líka fengið áfengu útgáfuna, en þá bætum við Hendrik´s gini við)
Gestir fá að vita allt um það sem borið er á borð fyrir þá!Gestir fá að vita allt um það sem borið er á borð fyrir þá!Gestir fá að vita allt um það sem borið er á borð fyrir þá!Gestir fá að vita allt um það sem borið er á borð fyrir þá!

"This place was awesome, from the way they grow the tomatoes and manage the bees for pollinating to the fantastic tomato soup they serve for lunch. Try to have just one piece of the bread!! Enjoy the tomato schnapps in the edible shot glass when you arrive. Everything first rate."

Ummæli ferðalangs á Tripadvisor


Meistarakokkurinn

Einn af hinum mörgu góðu nágrönnum og samstarfsmönnum Friðheimahjónanna er meistarakokkurinn Jón K.B. Sigfússon. Hann hefur þróað og hannað allar afurðir Litlu tómatbúðarinnar og veitingastaðarins í samstarfi við Knút og Helenu. Jón er hokinn af reynslu og hefur starfað víða og eldað fyrir marga af þjóðhöfðingjum heimsins. Jón er líka afburðasnjall ljósmyndari og hefur tekið margar af þeim myndum sem prýða ylræktarsýninguna í gestastofunni, bæklinga og vef Friðheima.

Meistarakokkur

Vakinn Certified

clean-safe

SAF Award 2017

Tripadvisor - Certificate of exellence 2019

Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019