Hrossaræktin

Hrossarækt hefur verið stunduð í Friðheimum síðan 1995 og allt frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á að rækta framfalleg og myndarleg hross, geðgóð með góðan vilja. Mikið er lagt upp úr góðu tölti, með miklum fótaburði og fasi, helst alhliða eða rúm klárhross.

Hrossaræktin

Hrossarækt hefur verið stunduð í Friðheimum síðan 1995 og nú eru þar fjórar verðlaunaðar ræktunarhryssur í folaldseign. Sjö hross hafa verið sýnd í kynbótadómi og þrjú þeirra hafa fengið fyrstu verðlaun. Mikið af efnilegum tryppum er nú í uppvexti, enda keppst við að nota eingöngu verðlaunaða stóðhesta á hryssurnar. Hrossarækt er langtímaverkefni en nú fást á hverju ári þrjú til fimm efnileg hross í tamningu. Samtals eru um 40 hestar í Friðheimum. 

Ræktunarstefna

Allt frá upphafi hrossaræktar í Friðheimum 1995 hefur megináhersla verið lögð á að rækta framfalleg og myndarleg hross, geðgóð með góðan vilja. Mikið er lagt upp úr góðu tölti, með miklum fótaburði og fasi, helst alhliða eða rúm klárhross. Notaðir eru stóðhestar úr ýmsum áttum og reynt er að velja úrvalshest á hverja hryssu. Friðheimar eiga hlut í Töfra frá Kjartansstöðum sem er með einstakt úrvalstölt.

HrossæktinHrossæktinHrossæktinHrossæktinHrossæktinHrossæktinHrossæktin

Ræktunarhryssur



Árgangar

Árangur kynbótastarfsins



Vakinn Certified

clean-safe

SAF Award 2017

Tripadvisor - Certificate of exellence 2019

Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019